Ákallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun