Dýrðardagar hjá Dýrlingunum | Brady og félagar töpuðu óvænt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:00 Hlaupararnir Alvin Kamara og Mark Ingram hjá New Orleans Saints fagna í gær. Vísir/Getty New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20 NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20
NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira