Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira