Lífið

Sautján ára var hún orðin þriggja barna stjúpa en á í dag níu börn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Ósk kíkti í heimsókn til Eydísar og Víðis.
Sigrún Ósk kíkti í heimsókn til Eydísar og Víðis.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fór af stað með aðra þáttaröð af Margra barna mæðrum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar var fjallað um Eydísi Hrönn sem á níu börn.

Eydís Hrönn Tómasdóttir var aðeins sautján ára þegar hún kynntist manninum í lífi sínu Víði Rey Þórssyni. Víðir er þrettán árum eldri en Eydís og var þriggja barna faðir þegar þau byrjuðu að vera saman, svo sautján ára var hún orðin sjúpmóðir þriggja barna.

Fimm árum eftir að þau byrjuðu að vera saman fæddist þeim sonurinn Veigar Þór. Vikar Reyr kom í heiminn tveimur eftir það. Eftir nokkurt hlé bættist Víðir Snær í hópinn árið 2013 og svo fjórði sonurinn Viljar Breki árið 2014. Fyrsta dóttirin Viðja Karin fæddist síðan árið 2016. Í febrúar á þessu ári fæddist Vopni Freyr.

Saman eiga þau því níu börn. Í gær var fylgst vel með lífi þeirra hjóna en Eydís og Víðir búa ásamt börnunum sex á sveitarbæ sem er rétt utan við Hellu og heitar hann því ævintýralega nafni, Kastalabrekka.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær en þegar þar er komið við sögu er pulsupartý í gangi í Kastalabrekku en vinkona hennar er mætt í heimsókn. Gunnhildur er besta vinkona Eydísar og náfrænka Víðis.

Hún og maðurinn hennar hafa eignast saman fimm börn. Það var því fjölmennt í teitinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×