Ísland stóðst ekki mat McDonald's Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:44 Gylltu bogarnir munu ekki lýsa upp íslenskt skammdegi á næstunni. McDonalds Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi, að sögn talsmanns fyrirtæksins í Bretlandi.Íslenskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í gær að blaðamaður New York Post héldi því fram að svo væri. Það stæði hreinlega til að opna fjölda útibúa á Íslandi. Upplýsingarnar voru ekki hafðar eftir neinum en voru settar í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans.Sjá einnig: Segja McDonald's á leiðinni til ÍslandsVísir sendi fyrirspurn á hamborgarakeðjuna vegna málsins og það stóð ekki á svörum. Nei, Íslendingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að gylltu bogarnir skjóti upp kollinum hér á landi. Hamborgararisinn hefur alls engin áform um að opna útibú á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hjá McDonalds metum við og greinum þær viðskiptalegu- og efnahagslegu forsendur sem eru til staðar við mat á því hvort opna eigi veitingastað á nýju markaðssvæði. Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald's í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ekki er veitt nánari útskýring á þessum forsendum í svari McDonald's. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort það sé fámennið, ástand þjóðarbúsins eða eitthvað annað sem stendur í risanum. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi, að sögn talsmanns fyrirtæksins í Bretlandi.Íslenskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í gær að blaðamaður New York Post héldi því fram að svo væri. Það stæði hreinlega til að opna fjölda útibúa á Íslandi. Upplýsingarnar voru ekki hafðar eftir neinum en voru settar í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans.Sjá einnig: Segja McDonald's á leiðinni til ÍslandsVísir sendi fyrirspurn á hamborgarakeðjuna vegna málsins og það stóð ekki á svörum. Nei, Íslendingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að gylltu bogarnir skjóti upp kollinum hér á landi. Hamborgararisinn hefur alls engin áform um að opna útibú á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hjá McDonalds metum við og greinum þær viðskiptalegu- og efnahagslegu forsendur sem eru til staðar við mat á því hvort opna eigi veitingastað á nýju markaðssvæði. Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald's í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ekki er veitt nánari útskýring á þessum forsendum í svari McDonald's. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort það sé fámennið, ástand þjóðarbúsins eða eitthvað annað sem stendur í risanum. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009.
Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55