Annar sonurinn var heima þegar Janne Jemtland var skotin Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 10:52 Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. NORSKA LÖGREGLAN/GETTY Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006. Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006.
Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24
Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58
Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06