Nýsköpun á húsnæðismarkaði Dagur B. Eggertsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Síðasta vetur auglýsti borgin eftir nýjum lausnum og hugmyndum í húsnæðismálum undir yfirskriftinni Hagkvæmt húsnæði – ungt fólk og fyrstu kaupendur. Um 70 hópar eða einstaklingar skiluðu inn hugmyndum af öllum stærðum og gerðum. Eftir strangt ferli sitja nú eftir níu hópar sem hafa verið valdir til að gera hugmyndir að veruleika. Í öllum verkefnum er metnaður og ný hugsun á byggingarmarkaði. Markmið borgarinnar er að tryggja hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði en um leið verður verkefnið eitt athyglisverðasta nýsköpunarverkefni í byggingariðnaði á Íslandi um áratugaskeið. Þarna eru nýjar tæknilausnir, deililausnir og eldri hugmyndir færðar til nútímans. Og markmiðið er ódýr leiga og íbúðir á viðráðanlegu verði. Næsta skref er að semja um lóðir fyrir yfir 500 íbúðir á sjö spennandi stöðum í borginni. Borgin lætur lóðirnar gegn skýrum kvöðum um ódýrar íbúðir til kaups eða örugga langatímaleigu sem ekki hækki umfram verðlag nema með samþykki borgarinnar. Tilgangurinn er að fara nýjar leiðir við að byggja og til að koma til móts við hópa sem hafa átt erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði. Ungt fólk og aðra sem geta hvorki keypt né leigt á viðráðanlegu verði. Á föstudaginn heldur Reykjavíkurborg árlegan fund um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þar förum við yfir stöðu uppbyggingar í Reykjavík og hvað er fram undan. Síðustu misseri höfum við slegið met í lóðaúthlutunum og það sem gerir þennan fund sérstaklega spennandi er að árið í ár er stærsta byggingarár í sögu Reykjavíkur. Íbúðum á framkvæmdastigi fjölgar umtalsvert á milli ára. Útgefin byggingarleyfi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Hlutfall uppbyggingar af hálfu húsnæðisfélaga sem eru að byggja fyrst og fremst til að framleiða öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, en án hagnaðarsjónarmiða, hefur aldrei verið hærra. Allt þrennt er fagnaðarefni og fjölmargt spennandi fram undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Síðasta vetur auglýsti borgin eftir nýjum lausnum og hugmyndum í húsnæðismálum undir yfirskriftinni Hagkvæmt húsnæði – ungt fólk og fyrstu kaupendur. Um 70 hópar eða einstaklingar skiluðu inn hugmyndum af öllum stærðum og gerðum. Eftir strangt ferli sitja nú eftir níu hópar sem hafa verið valdir til að gera hugmyndir að veruleika. Í öllum verkefnum er metnaður og ný hugsun á byggingarmarkaði. Markmið borgarinnar er að tryggja hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði en um leið verður verkefnið eitt athyglisverðasta nýsköpunarverkefni í byggingariðnaði á Íslandi um áratugaskeið. Þarna eru nýjar tæknilausnir, deililausnir og eldri hugmyndir færðar til nútímans. Og markmiðið er ódýr leiga og íbúðir á viðráðanlegu verði. Næsta skref er að semja um lóðir fyrir yfir 500 íbúðir á sjö spennandi stöðum í borginni. Borgin lætur lóðirnar gegn skýrum kvöðum um ódýrar íbúðir til kaups eða örugga langatímaleigu sem ekki hækki umfram verðlag nema með samþykki borgarinnar. Tilgangurinn er að fara nýjar leiðir við að byggja og til að koma til móts við hópa sem hafa átt erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði. Ungt fólk og aðra sem geta hvorki keypt né leigt á viðráðanlegu verði. Á föstudaginn heldur Reykjavíkurborg árlegan fund um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þar förum við yfir stöðu uppbyggingar í Reykjavík og hvað er fram undan. Síðustu misseri höfum við slegið met í lóðaúthlutunum og það sem gerir þennan fund sérstaklega spennandi er að árið í ár er stærsta byggingarár í sögu Reykjavíkur. Íbúðum á framkvæmdastigi fjölgar umtalsvert á milli ára. Útgefin byggingarleyfi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Hlutfall uppbyggingar af hálfu húsnæðisfélaga sem eru að byggja fyrst og fremst til að framleiða öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, en án hagnaðarsjónarmiða, hefur aldrei verið hærra. Allt þrennt er fagnaðarefni og fjölmargt spennandi fram undan.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar