Innlent

Tveir öflugir skjálftar í Bárðarbungu

Birgir Olgeirsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm
Á áttunda tímanum í kvöld riðu yfir tveir öflugir skjálftar í norðvestanverðri Bárðarbunguöskju. Fyrri skjálftinn, sem var af stærð 3,6, reið yfir klukkan 19:21 en sá seinni, af stærð 3,3, mínútu síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var nokkuð um minni eftirskjálfta, í kringum tuttugu talsins, sem stærri skjálftar virðast hafa komið af stað. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir engan gosóróa fylgja þessum jarðhræringum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×