Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár, er látinn 75 ára að aldri. Víglundur, sem fæddur var 19. september árið 1943, var lengi umsvifamikill í íslensku atvinnulífi.
Hann var framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins frá 1970 til 1971 og bæjarfulltrúi flokksins á Seltjarnarnesi frá 1974 til 1978. Víglundur var lengi í forystu ýmissa samtaka atvinnurekenda. Hann formaður Félags íslenskra iðnrekenda frá 1982 til 1991 auk þess að sitja í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins frá 1984 til 1998.
Einnig sat hann í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í rúm 20 ár. Víglundur sat í stjórn Eimskips frá 2013 til dánardags.
Víglundur Þorsteinsson látinn
