Jafnvægið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar