Uppgötva hvers vegna ofþyngd getur leitt til þunglyndis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:45 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. vísir/getty Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow. Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow.
Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira