Eldri kona var flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys við Urriðavatn við Egilsstaði í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum varð slysið rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Bílnum var ekið utan vegar og hafnaði ofan í skurði.
Konan var vönkuð og meðvitundarlítil þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og var hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að hún sé í lífshættu.
Eldri kona flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys við Egilsstaði
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
