Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 25-21 │Mikilvægur sigur í botnbaráttunni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 22:30 Úr leik kvöldsins. vísir/vilhelm Stjarnan hafði betur gegn Selfossi í botnbaráttu slagnum, 25-21. Gríðalega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn og staðan jöfn að honum loknum 5-5. Heimakonur rifu sig þá í gang og komu með áhlaup sem skilaði þeim þriggja marka forystu, 9-6. Þær héldu þessari forystu út fyrri hálfleikinn og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Stjarnan dró aðeins af í upphafi síðari hálfleiks og eftir 1-4 kafla Selfoss tók Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Það var hárrétt ákvörðun hjá Basta sem náði sínum konum aftur á sporið og staðan 18-14 eftir 10 mínútur. Eftir það missti Stjarnan aldrei leikinn frá sér og leiddu þær það sem eftir var. Þegar mest lét var 6 marka munur á liðunum og stefndi allt í stór sigur heimakvenna, en þær slökuðu aðeins á síðustu mínútunum þegar sigurinn var í höfn. Lokatölur í Garðabænum, 25-21. Öflugur sigur Stjörnunnar sem eru nú með 5 stig í næst neðsta sætinu. Kristín Guðmundsdóttir sækir að marki Selfyssinga í kvöld.vísir/vilhelmAf hverju vann Stjarnan?Stjarnan var sterkari aðilinn á öllum vígstöðvum í kvöld. Stelpurnar mættu grimmar til leiks og öll stemningin var þeirra megin. Eftir að þær náðu góðri forystu í fyrri hálfleik slepptu þær ekki takinu. Þær sýndu loksins góðan sóknarleik gegnum allan leikinn og með því fengu þær markvörslu svo það skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Kristín Guðmundsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar. Hún stýrði sóknarleiknum og stóð vaktina í vörninni, frábær leikmaður en Hildur Öder Einarsdóttir, markmaður liðsins og fyrrum leikmaður Selfoss, var frábær í dag. Hún var með yfir 40% markvörslu og gerði sínum gömlu liðsfélögum lífið leitt. Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst í liði Selfoss með 6 mörk.Hvað gekk illa? Það var margt ábótavant í leik Selfoss í kvöld. Sóknarleikurinn gekk illa, voru ekki nógu þéttar varnarlega og fengu þar af leiðandi litla markvörslu. Selfoss leyfði Stjörnunni að stýra tempóinu í leiknum sem var erfitt þegar leið á. Stjarnan var einnig með Hrafnhildi Þrastardóttir í vasanum, hún náði sér aldrei almennilega á strik. Hvað er framundan? Stjörnu stelpur eiga erfitt verk fyrir höndum í næstu umferð þegar þær mæta Fram í Safamýrinni. Selfoss fær þá HK í heimsókn, báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn kemur, 18. nóvember.Sebastian grípur um höfuð sér i kvöld.vísir/vilhelmBasti: Þetta er erfitt fyrir mig„Við unnum og það er alltaf skemmtilegra að vinna en að tapa“ voru fyrstu orð Sebastians Alexandersson, þjálfara Stjörnunnar, að leik loknum. „Það er hægt að finna kosti og galla við það að hafa þetta leikreynda leikmenn, leikmenn sem eru ekki á besta aldri. Þær bugast ekkert í mótlætinu og ég dáist að þeim hérna á hverjum degi á æfingum, hvað þær eru jákvæðar, halda alltaf áfram og missa aldrei móðinn. Hrós á þær, þetta er búið að vera erfitt haust.“ „Mér fannst við hafa spilað svona vel á móti ÍBV líka, við stjórnuðum þeim leik frá upphafi til enda. Þá fengum við ekki markvörslu en nú fengum við hana, það er bara munurinn.“ sagði Basti sem þakkar markvörslunni sigurinn í dag. Basti minnir okkur á það að markvörður liðsins, Hildur Öder Einarsdóttir, er vissulega uppalinn Selfyssingur en að hún spilaði sem útileikmaður en skipti nýlega um stöðu. Hildur þekkir því vel til sinna fyrrum félaga en hún hafði Hrafnhildi Þrastardóttir, einn besta leikmann Selfoss, algjörlega í vasanum og segir Basti að hún hafi verið frábær í dag. „Ég er bara rosalega ánægður fyrir hennar hönd. Því hún er búin að alast upp með þessum leikmönnum, hún er nátturlega fyrrverandi útispilari frá Selfossi. Hún hefur aldrei æft mark, bara svo það komi fram. Hún þekkir því liðið vel og taldi sig vita hvar þessar stelpur myndu skjóta.“ sagði Basti en hann segir það erfitt að fagna því þegar illa gengur hjá Selfyssingum „Þetta er erfitt fyrir mig, ég gleðst ekkert alveg frábærlega yfir því að þeim hafi gengið illa. En ég þarf að hugsa um mig fyrst og fremst og mig vantaði sigur svo ég fagna því“ sagði Basti sem hefur alltaf sterkar taugar til Selfoss Örn var líflegur í kvöld.vísir/vilhelmÖrn: Stjarnan átti sigurinn skilið„Ég hefði viljað sjá okkur beittari í dag“ sagði Örn Þrastarson, þjálfari Selfoss. „Varnarleikurinn var ekki nógu beittur hjá okkur. Við vorum mikið niðri á hælunum og leyfðum þeim að skjóta yfir hausinn á okkur af 6 metrunum. Þar af leiðandi er erfitt að fá markvörslu og því fór sem fór.“ sagði Örn aðspurður út í það hvað hafi farið úrskeiðis í dag. „Við vorum oft að fara illa með færin og nýttum ekki sénsana sem við fengum til að komast inní leikinn. En fyrst og fremst er það varnarleikurinn sem ég er svekktur með, ég hefði viljað sjá okkur beittari í þessum leik.“ Selfoss þurfti að elta nær allan leikinn og erfitt að segja annað en að Stjarnan hafi átt þennann sigur skilið. Örn er sammála því og sagði að það hafi verið erfitt að reyna að brúa bilið sem myndaðist milli liðanna. „Við minnkuðum leikinn niður í tvö mörk en fengum svo alltaf á okkur mark í bakið. Við náum því aldrei að brúa þetta bil sem verður til þarna í fyrri hálfleik. Þær voru bara beittari og við óskum þeim til hamingju með sigurinn, þær áttu hann skilið.“ „Það er hellingur eftir, það er þreföld umferð. Þessi leikur var eitt skref til baka frá síðustu leikjum. Nú förum við bara heim, þurfum að grafa svolítið djúpt en við höldum áfram, það er ekkert annað að gera.“ sagði Örn að lokum Kristín: erum elsta liðið á landinu„Þetta var botnbaráttan, þetta skiptir öllu máli og sérstkalega fyrir okkur og sjálfstraustið“ sagði reynsluboltinn, Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Við höfum bara ekki verið að fá markvörslu og svo höfum við ekki verið að hitta nægilega vel skytturnar fyrir utan. Núna var dagur allra og það skilar sér.“ „Vörnin var fín, markvarslan var frábær en svo vorum við bara að skora miklu meira. Sóknarlega var þetta ekki eins erfitt hjá okkur eins og oft áður, náðum að skora auðveld mörk.“ sagði Kristín, en sóknarleikur Stjörnunnar hefur oftar en ekki orðið þeim að falli. „Við vorum rosa yfirvegaðar, við stjórnuðum tempóinu í leiknum sem var erfiðara fyrir þær. Þær eru eflaust í betra formi en við svo það var gott að geta stjórnað tempóinu. Við fórum bara að slaka á þarna sóknarlega og nýttum eins mikinn tíma og við gátum.“ „Við erum eiginlega allar yfir þrítugt og erum örugglega elsta liðið á landinu núna.“ Kristín hló þegar hún fór yfir meðalaldur liðsins, en margir leikmenn Stjörnunnar ekki á besta aldri eins og Basti kom inná. Þær hafa þó reynsluna og segir Kristín að það komi sér vel núna og að leikmenn séu að ná vel saman núna. „Það er alltaf stemning og það vilja allar gera sitt besta. Við erum með nýtt lið, það eru leikmenn sem komu úr öllum áttum og það þarf bara að slípa það saman. Það geta allir spilað vörn, ef þú sýnir bara baráttu. En sóknarlega þarftu að þekkja manninn við hliðina á þér og það er bara að koma hjá okkur, vonandi.“ Olís-deild kvenna
Stjarnan hafði betur gegn Selfossi í botnbaráttu slagnum, 25-21. Gríðalega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn og staðan jöfn að honum loknum 5-5. Heimakonur rifu sig þá í gang og komu með áhlaup sem skilaði þeim þriggja marka forystu, 9-6. Þær héldu þessari forystu út fyrri hálfleikinn og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Stjarnan dró aðeins af í upphafi síðari hálfleiks og eftir 1-4 kafla Selfoss tók Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Það var hárrétt ákvörðun hjá Basta sem náði sínum konum aftur á sporið og staðan 18-14 eftir 10 mínútur. Eftir það missti Stjarnan aldrei leikinn frá sér og leiddu þær það sem eftir var. Þegar mest lét var 6 marka munur á liðunum og stefndi allt í stór sigur heimakvenna, en þær slökuðu aðeins á síðustu mínútunum þegar sigurinn var í höfn. Lokatölur í Garðabænum, 25-21. Öflugur sigur Stjörnunnar sem eru nú með 5 stig í næst neðsta sætinu. Kristín Guðmundsdóttir sækir að marki Selfyssinga í kvöld.vísir/vilhelmAf hverju vann Stjarnan?Stjarnan var sterkari aðilinn á öllum vígstöðvum í kvöld. Stelpurnar mættu grimmar til leiks og öll stemningin var þeirra megin. Eftir að þær náðu góðri forystu í fyrri hálfleik slepptu þær ekki takinu. Þær sýndu loksins góðan sóknarleik gegnum allan leikinn og með því fengu þær markvörslu svo það skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Kristín Guðmundsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar. Hún stýrði sóknarleiknum og stóð vaktina í vörninni, frábær leikmaður en Hildur Öder Einarsdóttir, markmaður liðsins og fyrrum leikmaður Selfoss, var frábær í dag. Hún var með yfir 40% markvörslu og gerði sínum gömlu liðsfélögum lífið leitt. Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst í liði Selfoss með 6 mörk.Hvað gekk illa? Það var margt ábótavant í leik Selfoss í kvöld. Sóknarleikurinn gekk illa, voru ekki nógu þéttar varnarlega og fengu þar af leiðandi litla markvörslu. Selfoss leyfði Stjörnunni að stýra tempóinu í leiknum sem var erfitt þegar leið á. Stjarnan var einnig með Hrafnhildi Þrastardóttir í vasanum, hún náði sér aldrei almennilega á strik. Hvað er framundan? Stjörnu stelpur eiga erfitt verk fyrir höndum í næstu umferð þegar þær mæta Fram í Safamýrinni. Selfoss fær þá HK í heimsókn, báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn kemur, 18. nóvember.Sebastian grípur um höfuð sér i kvöld.vísir/vilhelmBasti: Þetta er erfitt fyrir mig„Við unnum og það er alltaf skemmtilegra að vinna en að tapa“ voru fyrstu orð Sebastians Alexandersson, þjálfara Stjörnunnar, að leik loknum. „Það er hægt að finna kosti og galla við það að hafa þetta leikreynda leikmenn, leikmenn sem eru ekki á besta aldri. Þær bugast ekkert í mótlætinu og ég dáist að þeim hérna á hverjum degi á æfingum, hvað þær eru jákvæðar, halda alltaf áfram og missa aldrei móðinn. Hrós á þær, þetta er búið að vera erfitt haust.“ „Mér fannst við hafa spilað svona vel á móti ÍBV líka, við stjórnuðum þeim leik frá upphafi til enda. Þá fengum við ekki markvörslu en nú fengum við hana, það er bara munurinn.“ sagði Basti sem þakkar markvörslunni sigurinn í dag. Basti minnir okkur á það að markvörður liðsins, Hildur Öder Einarsdóttir, er vissulega uppalinn Selfyssingur en að hún spilaði sem útileikmaður en skipti nýlega um stöðu. Hildur þekkir því vel til sinna fyrrum félaga en hún hafði Hrafnhildi Þrastardóttir, einn besta leikmann Selfoss, algjörlega í vasanum og segir Basti að hún hafi verið frábær í dag. „Ég er bara rosalega ánægður fyrir hennar hönd. Því hún er búin að alast upp með þessum leikmönnum, hún er nátturlega fyrrverandi útispilari frá Selfossi. Hún hefur aldrei æft mark, bara svo það komi fram. Hún þekkir því liðið vel og taldi sig vita hvar þessar stelpur myndu skjóta.“ sagði Basti en hann segir það erfitt að fagna því þegar illa gengur hjá Selfyssingum „Þetta er erfitt fyrir mig, ég gleðst ekkert alveg frábærlega yfir því að þeim hafi gengið illa. En ég þarf að hugsa um mig fyrst og fremst og mig vantaði sigur svo ég fagna því“ sagði Basti sem hefur alltaf sterkar taugar til Selfoss Örn var líflegur í kvöld.vísir/vilhelmÖrn: Stjarnan átti sigurinn skilið„Ég hefði viljað sjá okkur beittari í dag“ sagði Örn Þrastarson, þjálfari Selfoss. „Varnarleikurinn var ekki nógu beittur hjá okkur. Við vorum mikið niðri á hælunum og leyfðum þeim að skjóta yfir hausinn á okkur af 6 metrunum. Þar af leiðandi er erfitt að fá markvörslu og því fór sem fór.“ sagði Örn aðspurður út í það hvað hafi farið úrskeiðis í dag. „Við vorum oft að fara illa með færin og nýttum ekki sénsana sem við fengum til að komast inní leikinn. En fyrst og fremst er það varnarleikurinn sem ég er svekktur með, ég hefði viljað sjá okkur beittari í þessum leik.“ Selfoss þurfti að elta nær allan leikinn og erfitt að segja annað en að Stjarnan hafi átt þennann sigur skilið. Örn er sammála því og sagði að það hafi verið erfitt að reyna að brúa bilið sem myndaðist milli liðanna. „Við minnkuðum leikinn niður í tvö mörk en fengum svo alltaf á okkur mark í bakið. Við náum því aldrei að brúa þetta bil sem verður til þarna í fyrri hálfleik. Þær voru bara beittari og við óskum þeim til hamingju með sigurinn, þær áttu hann skilið.“ „Það er hellingur eftir, það er þreföld umferð. Þessi leikur var eitt skref til baka frá síðustu leikjum. Nú förum við bara heim, þurfum að grafa svolítið djúpt en við höldum áfram, það er ekkert annað að gera.“ sagði Örn að lokum Kristín: erum elsta liðið á landinu„Þetta var botnbaráttan, þetta skiptir öllu máli og sérstkalega fyrir okkur og sjálfstraustið“ sagði reynsluboltinn, Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Við höfum bara ekki verið að fá markvörslu og svo höfum við ekki verið að hitta nægilega vel skytturnar fyrir utan. Núna var dagur allra og það skilar sér.“ „Vörnin var fín, markvarslan var frábær en svo vorum við bara að skora miklu meira. Sóknarlega var þetta ekki eins erfitt hjá okkur eins og oft áður, náðum að skora auðveld mörk.“ sagði Kristín, en sóknarleikur Stjörnunnar hefur oftar en ekki orðið þeim að falli. „Við vorum rosa yfirvegaðar, við stjórnuðum tempóinu í leiknum sem var erfiðara fyrir þær. Þær eru eflaust í betra formi en við svo það var gott að geta stjórnað tempóinu. Við fórum bara að slaka á þarna sóknarlega og nýttum eins mikinn tíma og við gátum.“ „Við erum eiginlega allar yfir þrítugt og erum örugglega elsta liðið á landinu núna.“ Kristín hló þegar hún fór yfir meðalaldur liðsins, en margir leikmenn Stjörnunnar ekki á besta aldri eins og Basti kom inná. Þær hafa þó reynsluna og segir Kristín að það komi sér vel núna og að leikmenn séu að ná vel saman núna. „Það er alltaf stemning og það vilja allar gera sitt besta. Við erum með nýtt lið, það eru leikmenn sem komu úr öllum áttum og það þarf bara að slípa það saman. Það geta allir spilað vörn, ef þú sýnir bara baráttu. En sóknarlega þarftu að þekkja manninn við hliðina á þér og það er bara að koma hjá okkur, vonandi.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti