Aukin hætta á gróðureldum á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 20:30 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór. Almannavarnir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór.
Almannavarnir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira