Íslandsbanki hafnaði sáttatilboði Gamla Byrs Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. fréttablaðið/eyþór Íslandsbanki hafnaði nýverið tillögu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, að sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr taldi jafnframt gagntilboð bankans, sem var það sama og bankinn lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Fram kemur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 7. nóvember síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum að félagið hafi – í kjölfar uppbyggilegra viðræðna við fulltrúa Íslandsbanka – gert bankanum formlegt sáttatilboð til þess að binda enda á deiluna. Bankinn hafi í fyrstu brugðist jákvætt við tilboðinu en síðar hafnað því og lagt fram sama gagntilboð og í janúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöuðugleikaframlags, lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í áðurnefndu bréfi til kröfuhafa Gamla Byrs segir að þrátt fyrir að enn beri mikið á milli félagsins og Íslandsbanka hafi deilendur heitið því að halda viðræðum áfram. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafa Gamla Byrs í skaðabótamáli Íslandsbanka á hendur félaginu verði tekin fyrir í héraðsdómi á morgun. Á sama tíma er búist við því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna, sem bankinn fékk til þess að meta meint fjártjón sitt, liggi fyrir en hátt í fimm ár eru síðan matsmennirnir voru skipaðir. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslandsbanki hafnaði nýverið tillögu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, að sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr taldi jafnframt gagntilboð bankans, sem var það sama og bankinn lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Fram kemur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 7. nóvember síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum að félagið hafi – í kjölfar uppbyggilegra viðræðna við fulltrúa Íslandsbanka – gert bankanum formlegt sáttatilboð til þess að binda enda á deiluna. Bankinn hafi í fyrstu brugðist jákvætt við tilboðinu en síðar hafnað því og lagt fram sama gagntilboð og í janúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöuðugleikaframlags, lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í áðurnefndu bréfi til kröfuhafa Gamla Byrs segir að þrátt fyrir að enn beri mikið á milli félagsins og Íslandsbanka hafi deilendur heitið því að halda viðræðum áfram. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafa Gamla Byrs í skaðabótamáli Íslandsbanka á hendur félaginu verði tekin fyrir í héraðsdómi á morgun. Á sama tíma er búist við því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna, sem bankinn fékk til þess að meta meint fjártjón sitt, liggi fyrir en hátt í fimm ár eru síðan matsmennirnir voru skipaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira