Körfubolti

Haukur Helgi öflugur í Meistaradeildarsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik er franska liðið Nanterre 92 bar sigurorð af Umana Reyer Venezia, 99-87, í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld.

Nanterre byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-19, en var svo heldur betur skellt niður á jörðina í öðrum leikhluta.

Þeir töpuðu honum með fjórtán stigum og voru undir i hálfleik 47-45. Jafnræði var í fjórða leikhluta en frábær fjórði leikhluti skilaði franska liðinu sigrinum og lokatölur 99-87.

Haukur Helgi skoraði tólf stig á þeim 35 mínútum sem hann spilaði en einnig tók hann tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Flottur leikur hjá pilti.

Eftir sigurinn er Nanterre komið upp í fjórða sæti riðilsins með níu stig en Reyer Venezia er sæti ofar með stigi meira. Á toppnum er Tenerife með tíu stig en á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×