Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 07:46 Ruud van Nistelrooy fagnar hér einu marka Manchester United á móti Leicester City en hann er nú að taka við Leicester. Getty/Carl Recine Breskir og hollenskir miðlar segja frá því að Ruud Van Nistelrooy verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira