Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar". Smálán Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar".
Smálán Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira