Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar". Smálán Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar".
Smálán Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira