Erlent

Sautján ára stúlka látin eftir átök við aðra stúlku

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla rannsakar málið sem morð eða manndráp.
Lögregla rannsakar málið sem morð eða manndráp. Getty/niklas emmoth
Sautján ára stúlka er látin eftir að hún lenti í átökum við aðra stúlku í sænska bænum Trollhättan fyrr í dag. Stúlkan sem grunuð er um að hafa orðið hinni að bana, er einnig yngri en átján ára og er nú í umsjá félagsmálayfirvalda.

Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 15 að staðartíma í dag, en slagsmálin eiga að hafa átt sér stað í húsi í hverfinu Torsred. Önnur stúlknanna var þá flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.

Hans Lippens, talsmaður sænsku lögreglunnar, segir að lögregla hafi nokkuð skýra mynd af því sem á að hafa gerst, meðal annars eftir samtöl við sjónarvotta og aðstandendur. Lögregla hyggst þó ekki greina frá framvindu mála við fjölmiðla að svo stöddu.

Lögregla rannsakar málið sem morð eða manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×