Segjast fullfærir um að skilja hlutverk sitt án aðstoðar meirihlutans í Eyjum Garðar Örn ÚIfarsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/Vilhelm „Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum og halda sig við það sem tilheyrir þeirra ráði,“ segir í bókun fulltrúa Eyjalistans og H-listans í umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja vegna meintra afhjúpana í ráðinu á áætluðum kostnaði við tjaldstæði. Ráðið hefur að undanförnu rætt framtíðarlausn vegna tjaldsvæðis sem verið hefur á byggingarreit við Áshamar í tengslum við Þjóðhátíð. Á þarsíðasta fundi ráðsins bókuðu Sjálfstæðismenn að kostnaður við gerð nýs tjaldsvæðis væri áætlaður á þriðja tug milljóna. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki forsvaranlegt að útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum greiði fyrir gerð nýs tjaldsvæðis, sem nýta á í fimm daga á ári,“ sögðu þeir. Á fundi ráðsins á þriðjudag sögðu fulltrúar meirihlutans mikilvægt að koma á framtíðarlausn fyrir tjöldunina. Þá sögðust þeir harma það „ábyrgðarleysi“ fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hafa veikt samningsstöðu bæjarins með því að opinbera áætlaðan kostnað á fyrri fundi. „Kostnaður tilheyrir ekki ráðinu en fulltrúar D-listans höfðu ekkert um skipulagið að segja sem tilheyrir ráðinu. Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum og halda sig við það sem tilheyrir þeirra ráði,“ sagði í bókun meirihlutafulltrúanna. Við þessu brugðust Sjálfstæðismenn með því að segja fjarri lagi að það væri ábyrgðarleysi að hugsa um skattfé íbúa og kostnað. Þeir hefðu í málinu komið með tillögur að öðrum ódýrari lausnum. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fullfærir um að skilja sitt hlutverk í ráðinu hjálparlaust og frábiðja sér fullyrðingar um annað,“ bókuðu þeir. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum og halda sig við það sem tilheyrir þeirra ráði,“ segir í bókun fulltrúa Eyjalistans og H-listans í umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja vegna meintra afhjúpana í ráðinu á áætluðum kostnaði við tjaldstæði. Ráðið hefur að undanförnu rætt framtíðarlausn vegna tjaldsvæðis sem verið hefur á byggingarreit við Áshamar í tengslum við Þjóðhátíð. Á þarsíðasta fundi ráðsins bókuðu Sjálfstæðismenn að kostnaður við gerð nýs tjaldsvæðis væri áætlaður á þriðja tug milljóna. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki forsvaranlegt að útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum greiði fyrir gerð nýs tjaldsvæðis, sem nýta á í fimm daga á ári,“ sögðu þeir. Á fundi ráðsins á þriðjudag sögðu fulltrúar meirihlutans mikilvægt að koma á framtíðarlausn fyrir tjöldunina. Þá sögðust þeir harma það „ábyrgðarleysi“ fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hafa veikt samningsstöðu bæjarins með því að opinbera áætlaðan kostnað á fyrri fundi. „Kostnaður tilheyrir ekki ráðinu en fulltrúar D-listans höfðu ekkert um skipulagið að segja sem tilheyrir ráðinu. Fulltrúar verða að skilja hlutverk sitt í ráðum og halda sig við það sem tilheyrir þeirra ráði,“ sagði í bókun meirihlutafulltrúanna. Við þessu brugðust Sjálfstæðismenn með því að segja fjarri lagi að það væri ábyrgðarleysi að hugsa um skattfé íbúa og kostnað. Þeir hefðu í málinu komið með tillögur að öðrum ódýrari lausnum. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fullfærir um að skilja sitt hlutverk í ráðinu hjálparlaust og frábiðja sér fullyrðingar um annað,“ bókuðu þeir.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira