Sker upp herör gegn drukknum flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 10:42 Vonandi hefur sá sem stýrir þessari vél Japan Airlines ekki fengið sér of mikið sake fyrir flugið. Getty/s3studio Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi. Fréttir af flugi Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi.
Fréttir af flugi Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira