Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2018 13:15 Jón Gnarr og Jóga ákváðu að best væri að farga myndinni. Hún gæfi þeim enga gleði lengur. Fréttablaðið/Eyþór Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. „Hún segir að ef ég verð dæmdur fyrir að eyðileggja verkið hennar þá sé hún til í að senda mér nýtt!“ Erfitt er að átta sig á því hvort Jón sé að grínast eða ekki. Hann hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna málsins undnafarna daga. Hann hefur sagst muna tjá sig á samfélagsmiðlum telji hann ástæðu til. Ekki liggur fyrir hvernig verk Banksy myndi senda Jóni verði hann „dæmdur“. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja kanna hvort skaðabótaskylda hafi skapast þegar verkið var eyðilagt í fyrradag. Jón talar í færslu sinni um Banksy í kvenkyni en listamaðurinn fer huldu höfði, ekki liggur fyrir hver Banksy er í raun og veru þó ýmsar getgátur séu uppi. Fyrri samskipti við Banksy hafa að hans sögn verið í gegnum talskonu hans, svo að kannski er Jón að vísa til hennar. Þetta eins og margt annað er óljóst en Jón hefur hafnað viðtali við fréttastofu vegna málsins. Jón vinnur þessa dagana hörðum höndum að vinnu við Áramótaskaupið og verður fróðlegt að sjá hvort snert verði á málinu í Skaupinu.fékk skilaboð frá #Banksy áðan. hún segir að ef ég verð dæmdur fyrir að eyðileggja verkið hennar þá sé hún til í að senda mér nýtt! anda léttar og fer áhyggjulaus útí daginn. Góða helgi!— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 16, 2018 Eina krafan að verkið yrði uppi á vegg Jón greinir frá skilaboðunum, sem hann segir frá Banksy, á Twitter. Miðað við útskýringar Jóns á samfélagsmiðlum undanfarna daga og í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði hann samskipti sín við listamanninn hingað til hafa verið í gegnum talskonu listamannsins. Málið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Lét Jón Gnarr töluvert með verkið í viðtali árið 2012 við vefinn Rumpus. Þar kom fram að Banksy hefði, að sögn talskonu hans, tekið vel í beiðni Jóns um að fá verk eftir listamanninn til sín. Eina krafa listamannsins hefði verið að verkið hengi uppi á vegg á skrifstofu borgarstjóra. Jón hefur ekki upplýst hvort hann hafi verið í samskiptum við talskonu Banksy í gegnum persónulegt netfang eða netfang hans hjá Reykjavíkurborg. Hann segist þó ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins. „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ sagði Jón í viðtali við Fréttablaðið.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvort Jón hafi gerst skaðabótaskyldur með því að eyðileggja Banksy-listaverkið.Vísir/EgillPrentaði og setti á álplötu á eigin kostnað Mörgum árum eftir að fjallað var um gjöfina, í fyrrnefndu viðtali við Rumpus þar sem ætla mætti að Jón hefði fengið sent listaverk sem gæti talist milljóna virði, upplýstist svo að Jón fékk verkið sent í tölvupósti. Jón segist hafa prentað myndina út og látið setja á álplötu. Allt á eigin kostnað og það hefur Reykjavíkurborg staðfest. Eftir að umræða skapaðist í samfélaginu um þessa gjöf Jóns ákvað hann að segja nánar frá sinni hlið. Sagðist hann hafa haft samband við Banksy eftir krókaleiðum eftir kosningarnar 2010. Hann væri mikill aðdáandi. Hann hefði aldrei verið í beinum samskiptum við listamanninn en eftir langan tíma hafi hann fengið myndina senda í tölvupósti. Hún væri að hans sögn einskis virði. Aðeins eftirprentun og sagði hægt að kaupa það fyrir lága upphæð á netinu.Ákvað að farga verkinu Jón ákvað svo í fyrradag eftir að hafa rætt við eiginkonu sína að farga verkinu. „Þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan. Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið upp hanskan fyrir í þessu máli og hafa ekki viljað trúa því að ég væri svona illa innréttaður eins og sumir hafa verið að gera skóna.“ Honum hefði vissulega fundist það mikil upphefð að fá myndina senda í tölvupósti á sínum tíma. „Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið. Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér,“ sagði Jón á Facebook. Myndin var svo eyðilögð í fyrradag en samkvæmt færslu Jóns á Twitter er listamaðurinn Banksy meðvitaður um styrinn sem stendur um verkið hér á landi. Vísir sendi fyrirspurn á talskonu Banksy um síðustu helgi en ekkert svar hefur fengist.#Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Jón Gnarr með Banksy í bakgrunni á skrifstofu borgarstjóra. Fréttablaðið/GVABanksy og ekki Banksy Títtnefndur Banksy er gjörningalistamaður. Upplegg hans er veggjagraffití, sem svo eru gerðar eftirprentanir á. Tölusett og árituð eftir atvikum og svo eru til fjöldaframleidd plaköt. Sem eru ekki mikils virði. Banksy hefur ráðist gegn markaðshyggju í listabransanum eins og gerningurinn með pappírtætarann á uppboðinu á dögunum segir til um. Það virðist hins vegar auka verðmæti verka hans frekar en hitt. Það fár sem orðið hefur um Banksy-mynd Jóns gæti verið af sama meiði. Þannig ætti kannski ekki að koma á óvart að talskona Banksy hafi sett sig í samband við fyrrverandi borgarstjóra með þetta erindi sitt um að bæta honum „skaðann“. Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. „Hún segir að ef ég verð dæmdur fyrir að eyðileggja verkið hennar þá sé hún til í að senda mér nýtt!“ Erfitt er að átta sig á því hvort Jón sé að grínast eða ekki. Hann hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna málsins undnafarna daga. Hann hefur sagst muna tjá sig á samfélagsmiðlum telji hann ástæðu til. Ekki liggur fyrir hvernig verk Banksy myndi senda Jóni verði hann „dæmdur“. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja kanna hvort skaðabótaskylda hafi skapast þegar verkið var eyðilagt í fyrradag. Jón talar í færslu sinni um Banksy í kvenkyni en listamaðurinn fer huldu höfði, ekki liggur fyrir hver Banksy er í raun og veru þó ýmsar getgátur séu uppi. Fyrri samskipti við Banksy hafa að hans sögn verið í gegnum talskonu hans, svo að kannski er Jón að vísa til hennar. Þetta eins og margt annað er óljóst en Jón hefur hafnað viðtali við fréttastofu vegna málsins. Jón vinnur þessa dagana hörðum höndum að vinnu við Áramótaskaupið og verður fróðlegt að sjá hvort snert verði á málinu í Skaupinu.fékk skilaboð frá #Banksy áðan. hún segir að ef ég verð dæmdur fyrir að eyðileggja verkið hennar þá sé hún til í að senda mér nýtt! anda léttar og fer áhyggjulaus útí daginn. Góða helgi!— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 16, 2018 Eina krafan að verkið yrði uppi á vegg Jón greinir frá skilaboðunum, sem hann segir frá Banksy, á Twitter. Miðað við útskýringar Jóns á samfélagsmiðlum undanfarna daga og í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði hann samskipti sín við listamanninn hingað til hafa verið í gegnum talskonu listamannsins. Málið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Lét Jón Gnarr töluvert með verkið í viðtali árið 2012 við vefinn Rumpus. Þar kom fram að Banksy hefði, að sögn talskonu hans, tekið vel í beiðni Jóns um að fá verk eftir listamanninn til sín. Eina krafa listamannsins hefði verið að verkið hengi uppi á vegg á skrifstofu borgarstjóra. Jón hefur ekki upplýst hvort hann hafi verið í samskiptum við talskonu Banksy í gegnum persónulegt netfang eða netfang hans hjá Reykjavíkurborg. Hann segist þó ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins. „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ sagði Jón í viðtali við Fréttablaðið.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvort Jón hafi gerst skaðabótaskyldur með því að eyðileggja Banksy-listaverkið.Vísir/EgillPrentaði og setti á álplötu á eigin kostnað Mörgum árum eftir að fjallað var um gjöfina, í fyrrnefndu viðtali við Rumpus þar sem ætla mætti að Jón hefði fengið sent listaverk sem gæti talist milljóna virði, upplýstist svo að Jón fékk verkið sent í tölvupósti. Jón segist hafa prentað myndina út og látið setja á álplötu. Allt á eigin kostnað og það hefur Reykjavíkurborg staðfest. Eftir að umræða skapaðist í samfélaginu um þessa gjöf Jóns ákvað hann að segja nánar frá sinni hlið. Sagðist hann hafa haft samband við Banksy eftir krókaleiðum eftir kosningarnar 2010. Hann væri mikill aðdáandi. Hann hefði aldrei verið í beinum samskiptum við listamanninn en eftir langan tíma hafi hann fengið myndina senda í tölvupósti. Hún væri að hans sögn einskis virði. Aðeins eftirprentun og sagði hægt að kaupa það fyrir lága upphæð á netinu.Ákvað að farga verkinu Jón ákvað svo í fyrradag eftir að hafa rætt við eiginkonu sína að farga verkinu. „Þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan. Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið upp hanskan fyrir í þessu máli og hafa ekki viljað trúa því að ég væri svona illa innréttaður eins og sumir hafa verið að gera skóna.“ Honum hefði vissulega fundist það mikil upphefð að fá myndina senda í tölvupósti á sínum tíma. „Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið. Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér,“ sagði Jón á Facebook. Myndin var svo eyðilögð í fyrradag en samkvæmt færslu Jóns á Twitter er listamaðurinn Banksy meðvitaður um styrinn sem stendur um verkið hér á landi. Vísir sendi fyrirspurn á talskonu Banksy um síðustu helgi en ekkert svar hefur fengist.#Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Jón Gnarr með Banksy í bakgrunni á skrifstofu borgarstjóra. Fréttablaðið/GVABanksy og ekki Banksy Títtnefndur Banksy er gjörningalistamaður. Upplegg hans er veggjagraffití, sem svo eru gerðar eftirprentanir á. Tölusett og árituð eftir atvikum og svo eru til fjöldaframleidd plaköt. Sem eru ekki mikils virði. Banksy hefur ráðist gegn markaðshyggju í listabransanum eins og gerningurinn með pappírtætarann á uppboðinu á dögunum segir til um. Það virðist hins vegar auka verðmæti verka hans frekar en hitt. Það fár sem orðið hefur um Banksy-mynd Jóns gæti verið af sama meiði. Þannig ætti kannski ekki að koma á óvart að talskona Banksy hafi sett sig í samband við fyrrverandi borgarstjóra með þetta erindi sitt um að bæta honum „skaðann“.
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41
Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58
Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08