Lífið

Rob Reiner á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rob Reiner með fjölskyldunni á Suðurlandinu.
Rob Reiner með fjölskyldunni á Suðurlandinu.
Bandaríski leikstjórinn Rob Reiner er staddur á Íslandi um þessar mundir á ferðalagi með konu sinni og dóttur.

Dóttirin, hin tvítugi ljósmyndari Romy Reiner, sýnir frá ferðalagi þeirra á Íslandi á Instagram.



Reiner, sem varð 71 árs á árinu, hefur leikstýrt stórmyndum á borð við When Harry met Sally, The Princess Bride, A Few Good Men, The American President og Misery að ógleymdri grínheimildarmyndinni This is Spinal Tap.

Nýlega, eða árið 2013, lék hann einnig í myndinni The Wolf of Wall Street.

Áður en hann gerðist leikstjóri spreytti hann sig í leikarahlutverkinu meðal annars í sjónvarpsþáttunum All in the Family og hlaut Emmy verðlaun fyrir í tvígang.

Fjölskyldan virðist hafa tekið hinn klassíska gullna hring. Fjölskyldan var á ferðalagi um Suðurlandið í gær og kom meðal annars við á Gullfossi og Geysi auk þess að heilsa upp á íslenska hestinn. Samkvæmt heimildum Vísis sást til Reiner í Hyrnunni í Borganesi í dag þar sem hann tók bensín.


Tengdar fréttir

25 ára afmæli When Harry Met Sally

Kvikmyndin, sem Rob Reiner leikstýrði, hlaut einróma lof gagnrýnenda og gerði stórstjörnur úr leikurunum Billy Crystal og Meg Ryan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×