BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 20:30 Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira