Körfubolti

Körfuboltakvöld: Stjarnan í rugli

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ægir Þór var til umræðu hjá sérfræðingunum
Ægir Þór var til umræðu hjá sérfræðingunum vísir/bára
Lið Stjörnunnar var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir.



Fyrir tímabil var talað um Stjörnuna sem eitt af bestu liðum landsins og eitt af þeim liðum sem myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur hins vegar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.



„Frá mínu sjónarhorni, þegar ég horfi á þetta reynslumikla lið sem Stjarnan er. Þetta eru ekki gæjar sem voru að byrja spila körfubolta. Sóknin var þannig að um leið og einhver aðili fékk boltann í hendurnar, þá hékk hann á honum. Hann virkaði óöruggur og vissi ekki hvað hann átti að gera við hann. Þeir voru ekki að keyra á körfuna, voru ekki að fylla í eyður, þetta var allt rosalega þungt. Það sem ég hefði viljað sjá, eins frábær leikstjórnandi og Ægir er, þá hefði ég viljað sjá Paul Anthony Jones fá boltann meira, upp á lyklinum og búa til. Það var ekkert að frétta í sókninni og ég hefði viljað sjá hann búa meira til. Fyrir mér er sóknarleikurinn svo mikil vonbrigði. Vörnin var í lagi en að sjá svona reynslumikið lið þrotað sóknarlega séð,“ sagði Hermann Hauksson.



Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar er af mörgum talinn einn sterkasti varnarmaður deildarinnar en Fannar var ekki heillaður af varnarleik hans í gær.



„Hann er frábær varnarmaður en hann er hins vegar að hleypa mönnum fram hjá sér sem hann á ekkert að hleypa fram hjá sér. Ég vil ekki gagnrýna hann en ég verð að gera það. Hann er það góður leikmaður og miklu betri varnarmaður en þetta,“ sagði Fannar um Ægi.



Sjáðu alla umræðuna um Stjörnuna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×