Vill láta reisa minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2018 19:30 Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“ Samgönguslys Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“
Samgönguslys Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira