Vill láta reisa minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2018 19:30 Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“ Samgönguslys Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“
Samgönguslys Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira