Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2018 21:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15