Körfubolti

Oddur Rúnar féll á lyfjaprófi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oddur Rúnar í leik með Valsmönnum.
Oddur Rúnar í leik með Valsmönnum. vísir/bára
Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Vals, er á leiðinni í leikbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Vísir hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum. Oddur Rúnar var einn þriggja leikmanna Vals sem var lyfjaprófaður um miðjan október. Hann fékk svo að vita fyrir rúmri viku síðan að hann hefði fallið á prófinu.

Leikmaðurinn hefur eðlilega ekki spilað leik síðan hann fékk að vita að hann hefði fallið á lyfjaprófinu. Síðasti leikur hans fyrir Val var þann 4. nóvember í bikarnum gegn Njarðvík.

Ekki liggur fyrir hversu langt bann Oddur Rúnar fær en samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitinu, WADA, er lágmarksrefsing fyrir að falla á lyfjaprófi fjögur ár.

Ekki náðist í Odd Rúnar við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×