Einar Bárðarson krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstursins Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2018 16:30 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og Einar Bárðarson. Framganga Einars er til umfjöllunar í skýrslu um innri málefni Orkuveitunnar. Í skýrslu innri endurskoðunar kemur fram að Einar Bárðarson hafi haft í hótunum við stjórnarformann ON og starfsmannastjóra. Eins og Vísir hefur greint frá metur innri endurskoðun Reykjavíkur brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, réttmætan. Sömuleiðis brottrekstur Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON.Einar sagðist ekki ætla að linna látum Í skýrslunni segir meðal annars: „Eftir uppsögn barst stjórnarformanni ON og starfsmannastjóra tölvubréf frá maka starfsmannsins. Í bréfinu er sett fram ný kvörtun um fjölþætta kynbundna áreitni í garð starfsmannsins af hálfu yfirmanns. Þá er þess krafist að afstaða til starfsloka verði endurskoðuð, auk þess sem krafist er greiðslu sem samsvaraði tveggja ára launum í miska- og réttlætisbætur. Bréfritari endar á að lýsa því yfir að hann muni ekki linna látum fyrr en réttlát málalok náist fram og að klára megi málið „okkar á milli eða blandað fleirum inn í þá baráttu“. Innri endurskoðun telur að þegar hér var komið sögu hefði verið ærið tilefni til skoðunar á umboði makans.“ Umrætt bréf Einars má sjá í heild sinni hér að neðan.Bréf Einars Bárðarsonar til forstjóra OR og starfsmannastjórans 11. september Ágætu Bjarni og Sólrún Ég og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú. Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust. Einn fundanna ber yfirskriftina “Me Too byltingin: hvað hefur áunnist hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í opinberri eigu”. Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ? En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið. Síðasta umræðuefnið á fundinum væri svo hvernig Áslaug getur best leitað réttar síns eftir þessa fyrirvaralausu og órökstuddu uppsögn sem hún fékk í hausinn í gærmorgun. Bjarni Már gekk um allt fyrirtækið í gær og sagði beinum orðum að hún hefði verið rekinn. Í þessum hugmyndum hans að starfslokum eru henni boðin starfslok sem eru óhugsandi við þessar aðstæður og við munum leynt og ljóst leita réttar hennar til fulls. Ég er einnig að skrifa Degi Eggertssyni tölvupóst um þetta og sendi honum hann í lok dags þegar ég hef fíniserað hann. En þar bið ég hann að skoða mál Áslaugar því það er á hans ábyrgð á hans vakt. Konan mín er kölluð, grýla, járnfrú, frekja og pempía af Bjarna Má og listi óviðeigandi, særandi og meiðandi ummæla er langur og ljótur. Bjarni sakaði hana um að hafa blikkað sig upp í launum við fyrrum framkvæmdastjóra eða með öðrum kallar konuna mína mellu. Þetta gerði hann sama dag og Áslaug sat hálfsdags vinnustofu hjá OR um Me Too byltinguna og hvað átti að gera í málum. Bjarni Már spurði einnig einhleypa samstarfskonu og undirmann Áslaugar “að einhleypar konur þyrftu bara að vera skipulagðar og graðar og þá nái þær sér í karl” Allt þetta hefur verið tilkynnt til þín Sólrún og vonandi áttu það skjalfest einhversstaðar Sólrún, eins og þér ber skylda til þegar svona alvarlegir hlutir eru ræddir við þig. Þegar Áslaug fékk að kveðja lykilstjórnendur sína þá þakkaði einn henni fyrir samstarfið þó stutt hafi verið. Viðbrögð Bjarna Más við því voru þau að segja “þetta voru svona skyndikynni” Áslaug var ráðin úr hópi yfir 150 umsækjenda og hefur náð sýnilegum árangri í starfi. Á hana hefur verið hlaðið aukaverkefnum, störfum og jafnvel deildum sem hvergi er tekið á í starfslýsingu á sama tíma. Ég krefst þess að þið endurskoðið afstöðu ykkar til hennar starfsloka. Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall. Þar sem hún lá í fanginu á mér í gærkvöldi grátandi yfir því hvernig svona ógeðflelldur stjórnandi með alla þessa sögu af meiðandi og óviðeigandi framgöngu, getur fengið að halda starfinu sínu á meðan hún hrökklast út og er rekinn fyrirvaralaust eftir það eitt að hafa ítrekað tilkynnt þessa ömurlegu framkomu, þá sór ég þess eið að leita réttar hennar að fullu. Þetta er ykkur til skammar ... ekki henni. Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00 Einar Bárðarson Espilundi 5 210 GarðabæVar ekki örugglega Me Too bylting? Einar Bárðarson athafnamaður kom málinu á dagskrá með Facebookfærslu sem hann birti fyrir tveimur mánuðum og vakti mikla athygli. Þá spurði hann: „Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur?“ Og Einar hélt svo áfram: „Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Vísir hefur spurt Einar hvað honum sýnist um þessi orð í skýrslunni, þau sem að honum snúa en ekki fengið svar. Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Í skýrslu innri endurskoðunar kemur fram að Einar Bárðarson hafi haft í hótunum við stjórnarformann ON og starfsmannastjóra. Eins og Vísir hefur greint frá metur innri endurskoðun Reykjavíkur brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, réttmætan. Sömuleiðis brottrekstur Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON.Einar sagðist ekki ætla að linna látum Í skýrslunni segir meðal annars: „Eftir uppsögn barst stjórnarformanni ON og starfsmannastjóra tölvubréf frá maka starfsmannsins. Í bréfinu er sett fram ný kvörtun um fjölþætta kynbundna áreitni í garð starfsmannsins af hálfu yfirmanns. Þá er þess krafist að afstaða til starfsloka verði endurskoðuð, auk þess sem krafist er greiðslu sem samsvaraði tveggja ára launum í miska- og réttlætisbætur. Bréfritari endar á að lýsa því yfir að hann muni ekki linna látum fyrr en réttlát málalok náist fram og að klára megi málið „okkar á milli eða blandað fleirum inn í þá baráttu“. Innri endurskoðun telur að þegar hér var komið sögu hefði verið ærið tilefni til skoðunar á umboði makans.“ Umrætt bréf Einars má sjá í heild sinni hér að neðan.Bréf Einars Bárðarsonar til forstjóra OR og starfsmannastjórans 11. september Ágætu Bjarni og Sólrún Ég og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú. Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust. Einn fundanna ber yfirskriftina “Me Too byltingin: hvað hefur áunnist hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í opinberri eigu”. Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ? En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið. Síðasta umræðuefnið á fundinum væri svo hvernig Áslaug getur best leitað réttar síns eftir þessa fyrirvaralausu og órökstuddu uppsögn sem hún fékk í hausinn í gærmorgun. Bjarni Már gekk um allt fyrirtækið í gær og sagði beinum orðum að hún hefði verið rekinn. Í þessum hugmyndum hans að starfslokum eru henni boðin starfslok sem eru óhugsandi við þessar aðstæður og við munum leynt og ljóst leita réttar hennar til fulls. Ég er einnig að skrifa Degi Eggertssyni tölvupóst um þetta og sendi honum hann í lok dags þegar ég hef fíniserað hann. En þar bið ég hann að skoða mál Áslaugar því það er á hans ábyrgð á hans vakt. Konan mín er kölluð, grýla, járnfrú, frekja og pempía af Bjarna Má og listi óviðeigandi, særandi og meiðandi ummæla er langur og ljótur. Bjarni sakaði hana um að hafa blikkað sig upp í launum við fyrrum framkvæmdastjóra eða með öðrum kallar konuna mína mellu. Þetta gerði hann sama dag og Áslaug sat hálfsdags vinnustofu hjá OR um Me Too byltinguna og hvað átti að gera í málum. Bjarni Már spurði einnig einhleypa samstarfskonu og undirmann Áslaugar “að einhleypar konur þyrftu bara að vera skipulagðar og graðar og þá nái þær sér í karl” Allt þetta hefur verið tilkynnt til þín Sólrún og vonandi áttu það skjalfest einhversstaðar Sólrún, eins og þér ber skylda til þegar svona alvarlegir hlutir eru ræddir við þig. Þegar Áslaug fékk að kveðja lykilstjórnendur sína þá þakkaði einn henni fyrir samstarfið þó stutt hafi verið. Viðbrögð Bjarna Más við því voru þau að segja “þetta voru svona skyndikynni” Áslaug var ráðin úr hópi yfir 150 umsækjenda og hefur náð sýnilegum árangri í starfi. Á hana hefur verið hlaðið aukaverkefnum, störfum og jafnvel deildum sem hvergi er tekið á í starfslýsingu á sama tíma. Ég krefst þess að þið endurskoðið afstöðu ykkar til hennar starfsloka. Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall. Þar sem hún lá í fanginu á mér í gærkvöldi grátandi yfir því hvernig svona ógeðflelldur stjórnandi með alla þessa sögu af meiðandi og óviðeigandi framgöngu, getur fengið að halda starfinu sínu á meðan hún hrökklast út og er rekinn fyrirvaralaust eftir það eitt að hafa ítrekað tilkynnt þessa ömurlegu framkomu, þá sór ég þess eið að leita réttar hennar að fullu. Þetta er ykkur til skammar ... ekki henni. Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00 Einar Bárðarson Espilundi 5 210 GarðabæVar ekki örugglega Me Too bylting? Einar Bárðarson athafnamaður kom málinu á dagskrá með Facebookfærslu sem hann birti fyrir tveimur mánuðum og vakti mikla athygli. Þá spurði hann: „Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur?“ Og Einar hélt svo áfram: „Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Vísir hefur spurt Einar hvað honum sýnist um þessi orð í skýrslunni, þau sem að honum snúa en ekki fengið svar.
Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40