Fatatíska Soffíu Danadrottningar markar aldur predikunarstólsins Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2018 21:00 Ásmundur Þórarinsson, bóndi á Vífilsstöðum, bendir á myndirnar af dönsku konungshjónunum á predikunarstólnum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira