Fatatíska Soffíu Danadrottningar markar aldur predikunarstólsins Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2018 21:00 Ásmundur Þórarinsson, bóndi á Vífilsstöðum, bendir á myndirnar af dönsku konungshjónunum á predikunarstólnum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira