Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Kristján Kjartansson vildi létta sér snjómoksturinn með aðgengilegri dráttarvél en tollurinn setur strik í reikninginn. Fréttablaðið/Auðunn „Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
„Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira