Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Kristján Kjartansson vildi létta sér snjómoksturinn með aðgengilegri dráttarvél en tollurinn setur strik í reikninginn. Fréttablaðið/Auðunn „Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
„Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent