Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annað hinna grunuðu huldi andlit sitt fyrir framan Héraðsdóm Suðurlands á fjórða tímanum í dag.
Annað hinna grunuðu huldi andlit sitt fyrir framan Héraðsdóm Suðurlands á fjórða tímanum í dag. Vísir
Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. Lögregla hefur farið fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir fólkinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna en dómari tók sér frest fram á kvöld til að úrskurða um kröfuna.

Lögregla telur rökstuddan grun um að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Karlinn er húsráðandi að Kirkjuvegi en konan var gestkomandi í húsinu þegar kviknaði í því í gær. Skýrslur voru teknar af þeim í dag en ekki var unnt að ræða við þau í gær sökum ástands þeirra.

Við Héraðsdóm Suðurlands á fjórða tímanum í dag. Dómari hefur tekið sér frest fram á kvöld.Vísir
Hin grunuðu hafa áður komið við sögu lögreglu. Tvö létust í eldsvoðanum í gær, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri sem voru bæði gestkomandi í húsinu. Lík þeirra voru flutt af vettvangi í morgun til krufningar.


Tengdar fréttir

Hin látnu voru gestkomandi í húsinu

Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær.

Eldsupptök talin vera af mannavöldum

Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×