Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 16:44 Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49