Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 20:00 Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira