Bylting framundan í plastnotkun hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bylting verður á notkun plasts hér á landi innan fárra ára komi tillögur samráðshóps umhverfisráðherra til framkvæmda. Banna á einnota plastpoka og mataráhöld, skylda sveitarfélög til að samræma flokkun úrgangs og skólphreinsun verður bætt. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að tillögurnar verði að veruleika. Þrettán manna samráðshópur hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til að draga úr notkun plasts. Hópurinn skilaði umhverfisráðherra átján tillögum í dag en er lagt til að þær komi til framkvæmda 2019 til 2021. Meðal þeirra eru að Banna á einnota burðarpoka, plasthnífapör og diska, hefja vitundarvakningu um ofnotkun plasts, hefja græn skref í ríkisrekstri, aðstoða fólk til að mæta með eigin umbúðir fyrir mat í verslanir, draga úr plasti í ýmsum atvinnugreinum, skylda sveitarfélög og atvinnulíf til að samræma flokkun, leggja á úrvinnslugjald, vakta efnið í hafi, bæta skólphreinsun, banna hreinlætisvörur með plasti og hreinsa strendur landsins. Hægt er að senda athugasemdir við tillögurnar á Samráðsgátt stjórnvalda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur þær raunhæfar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þær verði að veruleika. Það er bara mjög mikill samhljómur í þessum hópi um að þessar tillögur nái fram að ganga.“ segir Guðmundur. Laufey Helga Guðmundsdótti formaður hópsins er afar ánægð með afraksturinn. „Persónulega finnst mér markverðast þetta mikilvæga verkefni að taka örplastið úr skólpinu og bæta þar með skólphreinsun,“ segir hún. Lúðvík Gústafsson verkefnisstjóri Sambands Íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum segir að skólphreinsunin verði dýr. „Allar umhverfisrannsóknir benda til þess að örplast sé nýtt vandamál. Skólphreinsun eins og hún er í dag dugar ekki til að draga úr þeirri mengun. Til að koma í veg fyrir að plastagnirnar skili sér í hafið þarf að bæta hreinsunina. Það þýðir mikinn kostnaðarauka ég vil ekki segja hvort það þýði milljóna eða milljarðar auka kostnað en þetta þýðir að bæta þarf verulegum fjármunum í hreinsunina,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira