Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2018 19:37 Hljóðver Bylgjunnar voru flutt úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut eftir að Vodafone keypti fjömiðla 365. Vísað er til flutnings starfsmanna og eininga í tilkynningu Sýnar þar sem greint er frá lækkuðum spám um rekstrarhagnað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira