Borche: Án Hákons og Matta er liðið ekki nógu sterkt Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Seljaskóla skrifar 1. nóvember 2018 21:45 Borche hefur átt auðveldari daga í starfi sínu vísir/bára Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15