Erlent

Krónprinsinn sagði Kashoggi "hættulegan íslamista“

Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.
Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins. vísir/epa
Valdamesti maður Sádí Arabíu, krónprinsinn Mohammed bin Salman sagði áhrifamönnum í Hvíta húsinu, þeim Jared Kushner tengdasyni forsetans og John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa, að Jamal Khashoggi væri hættulegur íslamisti.

Stórblöðin New York Times og Washington Post greina frá þessu en samtalið er sagt hafa átt sér stað þann 9. október síðastliðinn, eftir að Khashoggi hvarf, en þó áður en í ljós kom að hann hafði verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl. Í símtali við Kushner og Bolton fullyrti prinsinn að Khashoggi hafi verið meðlimur Bræðralags múslima, alþjóðlegra samtaka íslamista.

Khashoggi var þekktur fyrir andóf sitt gegn ríkjandi stjórnvöldum í Sádí-Arabíu og telja margir að krónprinsinn hafi sjálfur fyrirskipað morðið á honum. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt.

Sádar segja að fréttirnar um símtalið eigi ekki við rök að styðjast og þá hafa þeir þráfalldlega neitað því að konungsfjölskyldan hafi nokkuð komið að morðinu á Khashoggi.


Tengdar fréttir

Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump

Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið.

Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi

Tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar, sem eru á flótta utan heimalandsins, fordæma stjórnarhætti krónprinsins harðlega í viðtali við Fréttablaðið. Andstæðingar prinsins óttast um líf sitt eftir morðið á Jamal Khash­oggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×