Sagður hafa ekið barni á afvikinn stað og nauðgað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 12:45 Brot mannsins varða allt að sextán ára fangelsi. Vísir/Hanna Karlmanni er gefið að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa kvöld eitt fyrr á árinu ekið með stúlku undir lögaldri á afvikinn stað og brotið gróflega á henni. Samkvæmt ákæru á maðurinn að hafa þvingað hana til ýmissa kynferðislegra athafna og beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Maðurinn hélt henni fastri og tók um hár hennar og höfuð til að fá vilja sínum fram að því er kemur fram í ákæru héraðssaksóknara. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nýtti hann sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar og þess að hún var stödd ein með honum fjarri öðrum. Hlaut stúlkan eymsli á kynfærum og endaþarmi en auk þess marbletti víða á líkamanum.Tók myndir af stúlkunni Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í fórum sínum sjö ljósmyndir af stúlkunni nakinni og í kynferðislegum stellingum. Myndirnar er hann sagður hafa tekið í umrætt skipti en lögregla fann myndirnar við leit í síma mannsins. Brot mannsins varða bæði við 194. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um nauðgun og varða fangelsi allt að sextán árum, og 202. grein sömu laga sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum yngri en fimmtán ára. Þá varða brot hans einnig 210. grein laganna sem fjalla um að búa til kynferðislegt myndefni af börnum. Móðir stúlkunnar fer fram á miskabætur og að málskostnaður verði greiddur úr hendi ákærða. Hljóðar miskabótakrafan upp á þrjár milljónir króna. Reikna má með því að dómur í málinu verði kveðinn upp öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Karlmanni er gefið að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa kvöld eitt fyrr á árinu ekið með stúlku undir lögaldri á afvikinn stað og brotið gróflega á henni. Samkvæmt ákæru á maðurinn að hafa þvingað hana til ýmissa kynferðislegra athafna og beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Maðurinn hélt henni fastri og tók um hár hennar og höfuð til að fá vilja sínum fram að því er kemur fram í ákæru héraðssaksóknara. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nýtti hann sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar og þess að hún var stödd ein með honum fjarri öðrum. Hlaut stúlkan eymsli á kynfærum og endaþarmi en auk þess marbletti víða á líkamanum.Tók myndir af stúlkunni Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í fórum sínum sjö ljósmyndir af stúlkunni nakinni og í kynferðislegum stellingum. Myndirnar er hann sagður hafa tekið í umrætt skipti en lögregla fann myndirnar við leit í síma mannsins. Brot mannsins varða bæði við 194. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um nauðgun og varða fangelsi allt að sextán árum, og 202. grein sömu laga sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum yngri en fimmtán ára. Þá varða brot hans einnig 210. grein laganna sem fjalla um að búa til kynferðislegt myndefni af börnum. Móðir stúlkunnar fer fram á miskabætur og að málskostnaður verði greiddur úr hendi ákærða. Hljóðar miskabótakrafan upp á þrjár milljónir króna. Reikna má með því að dómur í málinu verði kveðinn upp öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.
Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira