Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 16:41 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja. Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja.
Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33