Ekki fjallað um mikilvæga þætti í nýrri heilbrigðisstefnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 18:45 Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira