Ekki fjallað um mikilvæga þætti í nýrri heilbrigðisstefnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 18:45 Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira