Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 "Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Vísir/AP „Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38