Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 08:03 Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. Fréttablaðið/Eyþór Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast félagsfundar vegna erfiðrar stöðu sem komin er upp í félaginu fordæma formann og stjórn félagsins fyrir að hafa hvorki staðfest móttöku listans né orðið við beiðninni en lög Sjómannafélagsins kveða á um að 100 félagsmenn þurfi til að boða til fundar í félaginu. Rúmlega 160 félagsmenn kröfðust þess að félagsfundur yrði haldinn til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr sjómannafélaginu. „Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna,“ segir í yfirlýsingu átta félagsmanna. Þeir segja að framferði stjórnarinnar vera félaginu til minnkunar og að hún skaði ímynd allra félagsmanna. „Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið ný sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og við krefjumst svara strax,“ segja félagsmennirnir. Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í gær, að lögmæti kröfunnar sé óljóst. Það ætti eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina væru í raun félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Yfirlýsingin í heild sinni:Eftirfarandi bréf var sent til formanns, gjaldkera og á almennt netfang Sjómannafélags Íslands:Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftalistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.Sigurður Jóhann AtlasonRúnar GunnarssonDavíð SigurðssonSæþór ÁgústssonSigurdór HalldórssonÓlafur Ingvar KristjánssonJúlíus JakobssonFriðrik Elís Ásmundsson Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast félagsfundar vegna erfiðrar stöðu sem komin er upp í félaginu fordæma formann og stjórn félagsins fyrir að hafa hvorki staðfest móttöku listans né orðið við beiðninni en lög Sjómannafélagsins kveða á um að 100 félagsmenn þurfi til að boða til fundar í félaginu. Rúmlega 160 félagsmenn kröfðust þess að félagsfundur yrði haldinn til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr sjómannafélaginu. „Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna,“ segir í yfirlýsingu átta félagsmanna. Þeir segja að framferði stjórnarinnar vera félaginu til minnkunar og að hún skaði ímynd allra félagsmanna. „Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið ný sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og við krefjumst svara strax,“ segja félagsmennirnir. Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í gær, að lögmæti kröfunnar sé óljóst. Það ætti eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina væru í raun félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Yfirlýsingin í heild sinni:Eftirfarandi bréf var sent til formanns, gjaldkera og á almennt netfang Sjómannafélags Íslands:Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftalistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.Sigurður Jóhann AtlasonRúnar GunnarssonDavíð SigurðssonSæþór ÁgústssonSigurdór HalldórssonÓlafur Ingvar KristjánssonJúlíus JakobssonFriðrik Elís Ásmundsson
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45