Ársgömlu barni neitað um dvalarleyfi ólíkt foreldrunum Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Isidora, Filip Ragnar og Dusan. Filip Ragnar nýtur ekki sömu réttinda og aðrir. Fréttablaðið/Ernir Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira