Hrútarnir loksins felldir | Brady hafði betur gegn Rodgers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Brees skólaði Hrútana til í gær en hans lið er nú búið að vinna sjö leiki í röð. vísir/getty Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira