Icelandair Group keypti WOW Air á rúmlega tvo milljarða króna sé miðað við 5,4% hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW Air eignast eftir kaupin. Markaðsvirði Icelandair er 38 milljarðar króna.
Tilkynnt var um kaup á tólfa tímanum í dag og komu fólki í opna skjöldu. Þeir hagfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja tíðindin heilt yfir jákvæð að því leyti að WOW Air sé komið í fjárhagslegt var.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW, mat WOW Air á 44 milljarða króna fyrir rúmu ári að því er fram kom í Viðskiptablaðinu. Flugfélagið hafði glímt við fjárhagslega erfiðleika undanfarin misseri.
Kaupverðið rúmir tveir milljarðar króna

Tengdar fréttir

Icelandair kaupir WOW air
Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið
Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber.