Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 15:57 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fréttablaðið/Anton Brink Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. Samrunatilkynning, fyrsta skrefið þegar komi að samrunum sem fara þurfi fyrir eftirlitið, hafi ekki enn borist. Lögbundinn frestur sem eftirlitið hefur til að skoða málið er 25 virkir dagar samkvæmt samkeppnislögum. Telji eftirlitið að frekari rannsóknar þurfi við er hægt að virkja 70 daga frest til viðbótar. Allur gangur er þó á því hvernig hann er nýttur, að sögn Páls Gunnars. Tilkynnt var um kaupin á tólfta tímanum í dag. Icelandair Group kaupir WOW air fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Forstjórar beggja fyrirtækja, Bogi Nils Bogason og Skúli Mogensen, fagna tíðindunum en hafa enn sem komið er ekki gefið kost á viðtali. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu viðræður yfir í alla nótt en ekkert hafði kvisast út um kaupin fyrr en tilkynnt var um þau í dag. Skúli sagði í bréfi til starfsmanna í dag að engin breyting yrði á daglegum rekstri WOW air. Markmiðið verði áfram að bjóða upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi og yfir Atlantshafnið. Ekki hefur komið fram hvort Skúli verði áfram í forsvari fyrir WOW air en flugfélagið verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Kaupin eru háð samþykki hluthafa Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Þetta mun taka um það bil þrjár vikur,“ segir Skúli. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segist í samtali við Vísi ekkert geta sagt til um hve langan tíma skoðunin taki. „Af hálfu eftirlitsins er algjörlega tímabært að gefa nokkuð út um hve langan tíma þetta tæki,“ segir Páll Gunnar.Uppfært klukkan 17:26Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur Icelandair, segir að samrunatilkynningu hafi verið skilað til Samkeppniseftirlitsins fyrir klukkan fjögur í dag. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. Samrunatilkynning, fyrsta skrefið þegar komi að samrunum sem fara þurfi fyrir eftirlitið, hafi ekki enn borist. Lögbundinn frestur sem eftirlitið hefur til að skoða málið er 25 virkir dagar samkvæmt samkeppnislögum. Telji eftirlitið að frekari rannsóknar þurfi við er hægt að virkja 70 daga frest til viðbótar. Allur gangur er þó á því hvernig hann er nýttur, að sögn Páls Gunnars. Tilkynnt var um kaupin á tólfta tímanum í dag. Icelandair Group kaupir WOW air fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Forstjórar beggja fyrirtækja, Bogi Nils Bogason og Skúli Mogensen, fagna tíðindunum en hafa enn sem komið er ekki gefið kost á viðtali. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu viðræður yfir í alla nótt en ekkert hafði kvisast út um kaupin fyrr en tilkynnt var um þau í dag. Skúli sagði í bréfi til starfsmanna í dag að engin breyting yrði á daglegum rekstri WOW air. Markmiðið verði áfram að bjóða upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi og yfir Atlantshafnið. Ekki hefur komið fram hvort Skúli verði áfram í forsvari fyrir WOW air en flugfélagið verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Kaupin eru háð samþykki hluthafa Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Þetta mun taka um það bil þrjár vikur,“ segir Skúli. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segist í samtali við Vísi ekkert geta sagt til um hve langan tíma skoðunin taki. „Af hálfu eftirlitsins er algjörlega tímabært að gefa nokkuð út um hve langan tíma þetta tæki,“ segir Páll Gunnar.Uppfært klukkan 17:26Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur Icelandair, segir að samrunatilkynningu hafi verið skilað til Samkeppniseftirlitsins fyrir klukkan fjögur í dag.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50